Upplýsingatækni – vefur

Á vefnum Upplýsingatækni má finna kennslumyndbönd fyrir helstu verkfæri og möguleika í viðkomandi upplýsingatækni. Síðan er ætlaður sem vettvangur fyrir nemendur og kennara í Garðaskóla, Garðabæ til að afla sér upplýsinga um þau upplýsingatækniverkfæri sem notuð eru í námi og kennslu. Myndböndin eru öll unnin af Hildi Rudolfsdóttur, annars vegar fyrir Menntamiðju

Einstök mamma

Bókin Einstök mamma hlaut Barnabókaverðlaun Menntaráðs Reykjavíkurborgar sem besta íslenska frumsamda barnabókin árið 2008. Bókin fjallar um stúlkuna Ásdísi sem elst upp hjá heyrnarlausri móður. Höfundur lýsir á heiðarlegan hátt  tilfinningum stúlkunnar, viðbrögðum samfélagsins við heyrnarleysi og skondnu og skemmtilegu fjölskyldulífi. Bókin kemur nú út uppfærð í rafrænni útgáfu með

SCENE AND HEARD – ÍSLENSK útgáfa

Scene & Heard íslensk útgáfa er einstakt samskiptaforrit sem hefur unnið til fjölda verðlauna. Það var aðlagað að íslensku í samstarfi við Raddlist/Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing í tilefni af námsstefnu um tækni og lausnir í heilbrigðisþjónustu og menntun 2016. Notaðu myndrænar senur til þess að eiga samskipti í ákveðnu umhverfi eða

Froskaleikur 2 NÆSTU HLJÓÐ

NÆSTU HLJÓÐ sem flest börn tileinka sér í framhaldi af fyrstu hljóðunum í máltökunni eru æfð í Froskaleik 2 sem er annar í röðinni af þriggja leikja seríu. Stöðugt er bætt í undirbúningsfærni fyrir læsi. Í þessum leik hjálpa börnin froskinum Hoppa að finna töfrasprotann og leysa skemmtilegar þrautir á

Froskaleikur 1 FYRSTU HLJÓÐIN

FYRSTU HLJÓÐIN í máltöku íslenskra barna eru æfð í Froskaleik 1 og tengd undirbúningsfærni fyrir læsi. Í þessum fyrsta sjálfstæða leik af þremur um froskinn Hoppa, hjálpa börnin Hoppa að finna galdrabókina sem geymir uppskriftina að galdraseyðinu sem þarf að gefa Hoppa svo hann fái málið aftur. Það er gert

Heimurinn okkar – Dýr í hættu

Dýr í hættu er gagnvirkt námsefni í tölfræði fyrir börn á aldrinum 9-12 ára þar sem barnið fer í hlutverk aðstoðarmanns vísindastofnunar sem vinnur við að rannsaka og skrásetja líf og umhverfi dýra í útrýmingahættu. Forritið er byggt upp á raunhæfum verkefnum í tölfræði og nýtist best sem viðbótarefni við

Myndasaga – Búðu til sögu úr myndum og stöfum

Myndasögugerð fyrir krakka. Enska útgáfan var valið sem 3. besta krakkaappið í Best App Ever Awards 2014. Forritið er sandkassi til að leika sér með myndir og stafi. Hægt er að nota forritið í skólastarfi til að þjálfa þekkingu á bókstöfunum og æfa sig að raða þeim svo þau myndi orð.

Orðaseglar – Vefur

Orðaseglar er íslenskt sköpunarforrit á netinu sem virkjar sköpunargáfur notandans og kveikir áhuga á tungumálinu. Forritið er hugsað til að semja stutta texta upp úr handahófskenndum orðum og veitir þannig notandanum tækifæri til að hugsa út fyrir boxið. Afraksturinn geta verið ljóð, myndverk eða einföld gleði. Auk þess að vera